Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Öruggir sigrar hjá Grindavík og Keflavík
Föstudagur 28. mars 2008 kl. 21:22

Öruggir sigrar hjá Grindavík og Keflavík



Keflavík og Grindavík unnu sannfærandi sigra í fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitum Iceland Expressdeildar karla í kvöld.

Leikur Keflavíkur og Þórs frá Akureyri fór fram í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ og voru lokatölur 105-79 þar sem Magnús Þór Gunnarsson og BA Walker voru stigahæstir Keflvíkinga með 22 stig. Cedric Issom var með 24 stig hjá Þór.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Leikur Grindvíkinga og Skallagríms endaði 106-95 þar sem Skallagrímsmenn náðu að klóra í bakkann eftir góða byrjun Grindvíkinga. Páll Axel Vilbergsson átti stórleik og var með 36 stig fyrir Grindavík og Darrel Flake var með 29 fyrir Skallagrím.


Næstu leikir liðanna fara fram á sunnudag.

VF-mynd/Þorgils