Öruggir sigrar hjá Grindavík og Keflavík
Keflavík og Grindavík unnu sannfærandi sigra í fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitum Iceland Expressdeildar karla í kvöld.
Leikur Keflavíkur og Þórs frá Akureyri fór fram í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ og voru lokatölur 105-79 þar sem Magnús Þór Gunnarsson og BA Walker voru stigahæstir Keflvíkinga með 22 stig. Cedric Issom var með 24 stig hjá Þór.
Leikur Grindvíkinga og Skallagríms endaði 106-95 þar sem Skallagrímsmenn náðu að klóra í bakkann eftir góða byrjun Grindvíkinga. Páll Axel Vilbergsson átti stórleik og var með 36 stig fyrir Grindavík og Darrel Flake var með 29 fyrir Skallagrím.
Næstu leikir liðanna fara fram á sunnudag.
VF-mynd/Þorgils