Örugg staða Keflvíkinga
Keflvíkingar hafa mjög sterka stöðu þar sem þeir verma efsta sæti fyrstu deildar karla eftir 15 umferðir. Keflvíkingar leika við HK í dag og ef þeir sigra í þeim leik er nánast útilokað annað en að þeir færist upp í efstu deild karla í fótbolta. Keflvíkingar hafa fimm stiga forystu á Víking og Þór sem berjast um annað sætið.