Sunnudagur 2. mars 2003 kl. 16:34
Örninn með Íslandsmet
Örn Arnarsson sundmaður úr ÍRB setti Íslandsmet í 50 m. flugsundi í sundeinvígi sem fram fór í tengslum við unglingamót KR um helgina. Örn bætti eigið met er hann synti á 24,09 sekúndum sem er 31/100 úr sekúndu betri tími.