Örninn á vallarmeti á Hellu
Örn Ævar Hjartarson hefur tekið forystuna á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Strandarvelli á Hellu en Örn hefur titil að verja. Jafnaði kappinn vallarmetið með því að leika á 66 höggum, eða á fjórum höggum undir pari vallarins. Næsti maður á eftir Erni er Tryggvi Traustason úr GSE á 67 höggum.Helgi Þórisson úr GS er einnig meðal efstu manna á einum undir pari.