Örn syndir í undanúrslitum í 100 metra baksundi í Barcelona
Örn Arnarson komst í undanúrslit í 100 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Barcelona á Spáni þessa dagana. Örn kom í mark á 10. besta tíma dagsins og varð fyrstur í sínum riðli á tímanum 55,47 sekúndum en besti tími ársins hjá honum í greininni var 56,31 sek. Örn á Íslandsmetið í greininni sem er 54,75 sekúndur. Undanúrslitin fara fram síðar í dag.Íris Edda Heimisdóttir keppti í dag í 100 metra bringusundi en komst ekki í undanúrslit. Íris Edda varð í 34. sæti af alls 45 keppendum á tímanum 1.13,28 mín. Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Runólfsdóttir sem sett var árið 1991 í Aþenu, 1.11,87 mín.
Frétt af mbl.is!
Frétt af mbl.is!