Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn sigurvegari á lokamóti Kaupþingsmótaraðarinnar
Mánudagur 24. september 2007 kl. 12:36

Örn sigurvegari á lokamóti Kaupþingsmótaraðarinnar

Meistarmót Meistaranna í golfi var haldið í Grafarholtinu um síðustu helgi þar sem Örn Ævar Hjartarson, GS, hafði sigur í Kaupþingsflokki karla á 72 höggum. Mótið var lokamót Kaupþingsmótaraðarinnar á þessu ári og keppt var í öllum flokkum Kaupþingsmótaraðarinnar. Efstu kylfingunum í hverjum flokki var boðið til leiks.

 

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og sá kylfingur sem var á lægsta skorinu af öllum fékk titilinn Meistari Meistaranna. Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ og Nína Björk Geirsdóttir GKj voru jöfn á besta skorinu eða 70 höggum og þar sem Sigurbjörn spilaði seinni níu holurnar á betra skori var hann Meistari Meistaranna. Úrslit í öðrum flokkum voru eftirfarandi.

 

Sigurður Albertsson, GS, hafði sigur í flokki karla 70 ára og eldri en hann lék á 82 höggum í Grafarholtinu um helgina. Karen Guðnadóttir GS hafði sigur í flokki kvenna 14-15 ára og lék hún á 82 höggum og systir hennar Heiða Guðnadóttir hafnaði í 3. sæti á mótaröðinni allri í kvennalfokki 16-18 ára.

 

Kaupþingsflokkur karla

 

1. Örn Ævar Hjartarson GS 72

2. Haraldur Hilmar Heimisson GR 73

3. Theodór Sölvi Blöndal GO 78

 

Kaupþingsflokkur kvenna

 

1. Nína Björk Geirsdóttir GKJ 70

2. Tinna Jóhannsdóttir GK 76

3. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 76

 

Önnur úrslit og meira um golfið á www.kylfingur.is

 

VF-Mynd/ [email protected] - Örn að slá inn á teig á Íslandsmótinu í holukeppni fyrr í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024