Örn setti Íslandsmet í Lúxemborg
Sundmenn ÍRB stóðu sig með prýði á sundmóti í Lúxemborg um helgina. Örn Arnarson setti nýtt Íslandsmet í 50 m. baksundi þegar hann synti á tímanum 25,02 sekúndur en fyrra metið var 25,15. Örn varð í 3. sæti í sundinu en hann varð í 1. sæti í 100 m. baksundi og í 8. sæti í 400 m. fjórsundi. Jón Oddur Sigurðsson var nálægt eigin Íslandsmeti í 50 m. bringusundi en hann varð þriðji á tímanum 29,40 sekúndur og í 11. sæti í 100 m. bringusundi. Birkir Már Jónsson varð í 37. sæti í 200 m. flugsundi og Erla Dögg Haraldsdóttir varð í 7. sæti í 200 m. fjórsundi.
Að lokum má geta þess að Íris Edda Heimisdóttir varð í 12. sæti í 50 m. bringusundi, 7. sæti í 200 m. bringusundi og í 8. sæti í 100 m. bringusundi.
Að lokum má geta þess að Íris Edda Heimisdóttir varð í 12. sæti í 50 m. bringusundi, 7. sæti í 200 m. bringusundi og í 8. sæti í 100 m. bringusundi.