Örn og Íris Edda komust ekki í úrslit
Örn Arnarson varð í morgun 29. af 45 keppendum í 100 metra skriðsundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram þessa dagana í Madrid. Tími hans var 51.52 sekúndur, tæpri sekúndu frá hans besta tíma, og hann komst ekki í undanúrslit.
Íris Edda Heimisdóttir lenti í 29. og næstsíðasta sæti í 100 metra bringusundi á tímanum 1.14.02. Hún var, líkt og Örn, nokkuð frá sínu besta.
Óhætt er að segja að sundfólk ÍRB hafi ekki náð sér á strik á fyrstu tveimur dögum Evrópumótsins, en þau Örn og Íris eiga enn eftir að keppa í tveimur greinum hvort um sig og vonandi gengur þeim betur þar.