Örn nældi sér í brons
Örn Arnarson, sundmaðurinn knái úr ÍRB, nældi sér í brons í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í Riese í Þýskalandi í gær. Örn synti á 51,91 sekúndu sem er bæði nýtt Íslands- og Norðurlandamet en hann átti gamla metið sjálfur.Örn hefur því náð tveimur medalíum í hús fyrir Ísland í þýskalandi, gull í 200 metra baksundi og brons í 100 metra baksundi.