Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 10. maí 2004 kl. 10:47

Örn komst ekki í úrslit

Sundkappinn Örn Arnarson úr ÍRB náði sér alls ekki á strik í 100m baksundi á EM í 50m laug í morgun. Hann lenti í 24. sæti á tímanum 57,71 sek, sem er töluvert frá hans besta, og komst ekki í úrslit.

Á morgun keppir Örn í 100m skriðsundi og þá mætir Íris Edda Heimisdóttir einnig til leiks og keppir í 100 m bringusundi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024