Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn í titilvörn
Fimmtudagur 23. ágúst 2007 kl. 13:19

Örn í titilvörn

Íslandsmótið í holukeppni fer fram nú um helgina á Urriðavelli GO í Garðabæ og hefst keppni á morgun, föstudag, og lýkur á sunnudag. 64 efstu kylfingar í karlaflokki og 16 efstu konurnar á stigalista Kaupþingsmótaraðarinnar hafa þáttökurétt í mótinu.

 

Átta kylfingar úr GS verða með í mótinu að þessu sinni, sjö í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Kylfingarnir frá GS eru: Atli Elíasson, Bjarni S. Sigurðsson, Bragi Jónsson, Davíð Jónsson, Ólafur Hreinn Jóhannesson, Sigurður Jónsson, Örn Ævar Hjartarson og Heiða Guðnadóttir. Örn Ævar Hjartarson hefur titil að verja en hann varð Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra.

 

VF-mynd/ Úr safni - Örn Ævar ásamt kylfusveini sínum á Íslandsmótinu í höggleik á Hvaleyrarvelli fyrr í sumar.

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024