Örn í karlalandsliðið fyrir Evrópukeppnina
Staffan Johannsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið sex leikmenn til að spila fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í
Fyrstu tvo keppnisdagana er höggleikur þar sem fjögur bestu skorin hjá hverju liðið telja. Eftir það er liðunum raðað í þrjá styrkleikaflokka, A, B og C. Þau lið sem verða í 8 efstu sætunum eftir höggleikinn keppa um sæti frá 1.-8 í holukeppni.
Besti árangur Íslands á Evrópumóti er 4. sætið í Svíþjóð árið 2001 og þá var Örn Ævar Hjartarson á meðal keppenda og vann m.a. enska kylfinginn Luke Donald í holukeppni, en Donald er nú einn fremsti kylfingur Englendinga.
Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar er kominn að nýju inn í landsliðið eftir nokkurra ára fjarveru frá hópnum.
Fleiri golffréttir á www.kylfingur.is