Örn Arnarson íþróttarmaður Reykjanesbæjar
Örn Arnarson, sundkappi úr ÍRB, var í dag útnefndur íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2002 en kjörið fór fram í íþróttahúsinu í Njarðvík. Örn gekk til liðs við ÍRB í haust og hefur staðið sig frábærlega í lauginni síðan en hæst ber þó að nefna er hann varð Evrópumeistari í 200 m. baksundi í Þýskalandi í desember. Logi Gunnarsson körfuknattleikskappi varð í 3. sæti og Jóhann Rúnar Kristjánsson í íþróttafélaginu NES varð í 2. sæti.