Örn Arnarson íþróttamaður Keflavíkur 2002
Örn Arnarson sundmaður úr ÍRB var í dag kjörinn íþróttamaður Keflavíkur í félagsheimili Keflavíkur að Hringbraut þar sem tilnefningin fór fram. Örn gekk til liðs við félagið í haust og hefur unnið mörg afrekin á stuttum tíma og ber auðvitað helst að nefna Evrópumeistaratitilinn sem hann vann í 200 m. baksundi fyrir nokkru og varð hann því fyrsti íþróttamaðurinn úr félaginu til að ná slíkum árangri. Örn fékk einnig brons í 400 m. baksundi á sama móti og er hann því vel að þessum heiðri kominn.Hver og ein deild innan félagsins valdi einnig þann sem þótti skara fram úr á árinu sem er að líða:
Knattspyrna: Haraldur Freyr Guðmundsson
Karfa: Gunnar Einarsson
Fimleikar: Eva Berglind Magnúsdóttir
Sund: Örn Arnarson
Badminton: Ólafur Jón Jónsson
Skotdeild: Þorsteinn Marteinsson
Taekwondo: Helgi Rafn Guðmundsson
Að lokinni afhendingu verðlauna og myndatökum var gestum boðið upp á kræsingar í boði deildarinnar.
Knattspyrna: Haraldur Freyr Guðmundsson
Karfa: Gunnar Einarsson
Fimleikar: Eva Berglind Magnúsdóttir
Sund: Örn Arnarson
Badminton: Ólafur Jón Jónsson
Skotdeild: Þorsteinn Marteinsson
Taekwondo: Helgi Rafn Guðmundsson
Að lokinni afhendingu verðlauna og myndatökum var gestum boðið upp á kræsingar í boði deildarinnar.