Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 4. júní 2003 kl. 20:49

Örn Arnarson fór mikinn í sundlauginni í dag

Örn Arnarson ÍRB sigraði í 100 metra baksundi í sundkeppni Smáþjóðaleikanna á Möltu í dag. Örn synti á 57,50 sekúndum. Þá varð hann í 2. sæti í 100 metra flugsundi á tímanum 56,04 sekúndum sem er Íslandsmet. Írist Edda Heimisdóttir ÍRB fékk einnig gullverðlaun í dag þegar hún kom í mark á 1:14,19 mínútum í 100 metra bringusundi.Erla Haraldsdóttir synti 100 metra bringusund á 1:16,02 mín. og fékk silfur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024