Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar þjálfar hjá Golfklúbbi Suðurnesja
Fimmtudagur 15. janúar 2009 kl. 15:15

Örn Ævar þjálfar hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Stjórn GS hefur ráðið Örn Ævar Hjartarson sem þjálfara unglinga á þessu ári. Örn mun jafnframt annast afrekshóp klúbbsins, kennslu og námskeiðahald.

Örn hefur verið helsti afrekskylfingur GS undanfarinn áratug og reyndi við atvinnumennsku á síðasta ári en hefur nú ákveðið að snúa sér að golfkennslu auk þess að keppa hér heima. Örn hefur hafið störf og er með skipulagðar æfingar fyrir unglinga (sjá bloggsíðu: blogcentral) í „HF“ á Hafnargötu í Keflavík.

Æfingaraðstaða GS verður opinn 4 daga í vikunnar nú í frá og með 15. janúar og fram eftir vori ef aðsókn verður góð. Aðstaðan er opin fyrir alla félaga í GS, en auk þess eru allir velkomnir að nýta sér þessa frábæru aðstöðu sem hafa áhuga á að gerast félagar í GS. Aðstaðan verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 17-21. Vanir kylfingar verða oftast á staðnum og verða þeir tilbúnir að veita góð ráð til kylfinga sem vilja æfa golfsveifluna og púttin fyrir sumarið. 

Þótt húsnæðið sé ekki mikið, þá er aðstaðan þar til fyrirmyndar, s.s. 18 holu púttvöllur, aðstaða til að slá í net, 12 feta snóker borð og golfhermir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Örn með ungum kylfingum í Golfklúbbi Suðurnesja í gamla fiskhúsinu HF við Hafnargötu í Keflavík.