Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 11:57

ÖRN ÆVAR TAPAÐI Í UMSPILI UM ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í GOLFI

Örn Ævar Hjartarson tapaði í þriggja holu umspili um Íslandsmeistaratitilinn í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarifrði sl. sunnudag. Örn Ævar lék illa fyrsta daginn í mótinu en komst í toppbaráttuna á öðrum degi þegar hann setti vallarmet. Hann lék á 67 höggum og háði síðan harða og gífurlega spennandi baráttu við Björgvin Sigurbergsson. Sú barátta náði fram á síðustu holu þegar Björgvin gerði afdrifarík mistök. Örn Ævar setti niður 3ja metra pútt og jafnaði. Í umspilinu urðu Erni Ævari á mistök á 9. holunni og tapaði tveimur höggum eftir að bolti hans lenti utan brautar í moldarhnaus eða "gamalli torfu á flækingi", eins og einum áhorfanda komst að orði. Margir töldu að Örn ætti lausn frá honum en yfirdómari mótsins var ekki á sama máli. Annað vafaatriði kom upp á 1. holu umspilsins þegar Björgvin fékk að stilla boltanum upp eftir að áhorfandi hafði óvart sparkað í boltann. Margir áhorfendur sem fylgdust með voru mjög ósáttir með úrskurð dómarans og töldu að þarna hefði hann farið með rangt mál. Björgvin lék á höggi betur í umspilinu og tryggði sér titilinn. Suðurnesjakylfingar riðu að öðru leyti ekki feitum hesti í mótinu. Aðeins einn annars kom á verðlaunapall. Það var Rúnar Óli Einarsson í GS, ungur strákur úr Njarðvík en hann varð í 2. sæti í 3. flokki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024