Örn Ævar sigraði í Leirunni - lék á 69 höggum
Örn Ævar Hjartarson, Íslandsmeistari í holukeppni úr GS, sigraði á Opna GS mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í gær. Hann lék hringinn á 69 höggum, eða 3 höggum undir pari. Hann fékk 5 fugla á hringnum, 11 pör og 2 skolla. Eftir 13 holur var hann á 4 höggum undir pari, en fékk skolla á 15. og 17. holu og endaði síðan á fugli.
Davíð Jónsson, einnig úr GS, varð annar á 72 höggum eða pari og Bjarni Sigþór Sigurðsson úr GSG lék á 74 höggum eins og Óskar Halldórsson úr GS.
Einnig var keppt í höggleik með forgjöf og þar sigraði Snorri Jóhannesson úr GS á 65 höggum nettó. Herbert Már Sigmundsson úr GS varð annar á 67 höggum nettó.
Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar var að leika vel á heimavelli sínum í Leirunni í gær.
Davíð Jónsson, einnig úr GS, varð annar á 72 höggum eða pari og Bjarni Sigþór Sigurðsson úr GSG lék á 74 höggum eins og Óskar Halldórsson úr GS.
Einnig var keppt í höggleik með forgjöf og þar sigraði Snorri Jóhannesson úr GS á 65 höggum nettó. Herbert Már Sigmundsson úr GS varð annar á 67 höggum nettó.
Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar var að leika vel á heimavelli sínum í Leirunni í gær.