Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar setti glæsilegt vallarmet á Hamarsvelli
Þriðjudagur 8. ágúst 2006 kl. 13:19

Örn Ævar setti glæsilegt vallarmet á Hamarsvelli

Örn Ævar Hjartarson úr GS, sem varð Íslandsmeistari í  holukeppni sl. föstudag, tók þátt í Opna SPM-mótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi á sunnudag og gerði sér lítið fyrir og setti glæsilegt vallarmet. Hann lék á 66 höggum, eða 5 höggum undir pari. Örn Ævar fékk 5 fugla, 11 pör og aðeins einn skolla og kom hann á 8. holu. Aðalsteinn Ingvarsson úr GL átti gamla vallarmetið, sem var 70 högg og var sett  15. september í fyrra.

Mótið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf.  Hamarsvöllur er nú 12 holur, en þegar völlurinn var 9 holur lék Kristinn G. Bjarnason völlinn á 66 höggum.

María á vallarmet kvenna af rauðum teigum
María M. Guðnadóttir úr GKG  setti vallarmet á Hamarsvelli á Ping-mótinu í  síðustu viku. María lék hringinn á 71 höggi og fékk alls 44 punkta fyrir vikið.  Hún fékk 14 pör, 2 skolla og 2 fugla á hringnum.

Úrslit:
Verðlaun í höggleik án forgjafar:
1. Örn Ævar Hjartarson GS á 66 högg.
2. Jóhann Kristján Ármannsson GL á 75 höggum.
3. Aðalsteinn Einar Stefánsson GK á 76 höggum.
4. Helgi Runólfsson GK á 77 höggum

Punktakeppni m/forgjöf:                     
1. Jón Kristin Jakobsson GB á 43 pungtum.
2. Pétur Sverrisson GB á 38 pungtum
3. Heimir Sigurðsson GB á 36 pungtum.
4. Jón G. Ragnarsson GB á 36 pungtum.

Næst holu 1,/13, flöt: Magnús Björn Sigurðsson GB 1,13m
Næst holu 8. flöt: Eiríkur Ólafsson GB. 2,52m
Næst holu 11. flöt: Ísleifur Leifsson GO. 2,71m 

Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar er í miklum ham þessa dagana. Hann lék sex hringi á Íslandsmótinu í holukeppni og vann, og í dag var hann mættur upp í Borgarnes og lék frábært golf og bætti vallarmetið um 4 högg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024