Örn Ævar og Nína efst að stigum
Örn Ævar Hjartarson kylfingur úr GS skaust upp í efsta sæti á stigalista karla eftir að hafa náð öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik á Hvaleyrinni um helgina. Íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson úr GK er í öðru sæti og Sigurpáll Geir Sveinsson úr GKj í þriðja sæti.
Nína Björk Geirsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari úr GKj, er með yfirburðastöðu í kvennaflokki. Ragnhildur Sigurðardóttir, stigameistari frá í fyrra úr GR, er í öðru sæti og Helena Árnadóttir úr GR í þriðja. Nú er fjórum mótum af sex lokið á Kaupþingsmótaröðinni 2007 og má sjá stöðuna hér fyrir neðan. Suðurnesjakylfingurinn Heiða Guðnadóttir er komin upp í 5. sætið á stigalistanum með 119,58 stig.
Staðan í karlaflokki (10 efstu):
1 Örn Ævar Hjartarson GS 298.59
2 Björgvin Sigurbergsson GK 246.24
3 Sigurpáll Geir Sveinsson GKJ 222.14
4 Alfreð Brynjar Kristinsson GR 202.35
5 Haraldur Hilmar Heimisson GR 196.80
6 Hlynur Geir Hjartarson GK 148.75
7 Davíð Már Vilhjálmsson GKJ 131.98
8 Ottó Sigurðsson GKG 129.10
9 Sigurþór Jónsson GK 126.51
10 Birgir Guðjónsson GR 91.83
Staðan í kvennaflokki (10 efstu):
1 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 588.94
2 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 380.42
3 Helena Árnadóttir GR 261.34
4 Tinna Jóhannsdóttir GK 258.52
5 Heiða Guðnadóttir GS 119.58
6 Þórdís Geirsdóttir GK 116.44
7 Hanna Lilja Sigurðardóttir GR 114.40
8 Ásta Birna Magnúsdóttir GK 105.38
9 Ragna Björk Ólafsdóttir GK 100.80
10 Helga Rut Svanbergsdóttir GKJ 84.19
www.kylfingur.is