Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar með sex högga forystu í Leirunni
Föstudagur 13. júlí 2007 kl. 10:55

Örn Ævar með sex högga forystu í Leirunni

Örn Ævar Hjartarson er með sex högga forystu í meistaraflokki karla hjá GS þegar meistaramótið er hálfnað. Hann lék annan hringinn í gær á 70 höggum, eða 2 höggum undir pari og fyrsta hringinn á 73 höggum. Hann er því samtals á 143  höggum, eða einu undir pari. Bjarni Sigþór Sigurðsson er í öðru sæti á 149 höggum og Gunnar Þór Jóhannsson í þriðja sæti á 151 höggi. Karen Guðnadóttir er með örugga forystu í meistaraflokki kvenna.

Guðni Oddur Jónsson er með fimm högga forystu í 1. flokki karla á samtals 152 höggum, eða 8 höggum yfir pari. Kristinn Óskarsson er í öðru sæti á 157 höggum og Einar Aðalbergsson í þriðja á 162 höggum.

Steinar Gísli Hjartarson er efstur í 2. flokki karla á 162 höggum. Egill Þorsteinn Sigmundsson kemur næstur á 164 höggum og Rúnar Valgeirsson í þriðja sæti á 165 höggum.

Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar Hjartarson er með vænlega stöðu í meistaraflokki karla.
 

Af kylfingi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024