Örn Ævar með örugga forystu í Leirunni
Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja er með fimm högga forystu eftir tvo hringi af þremur á síðasta mótinu í Toyotamótaröðinni í golfi sem leikið er um helgina á Hólmsvelli í Leiru.Örn Ævar hefur leikið á 145 höggum, einu yfir pari, en næstur er Sigurjón Arnarsson úr GR á sex höggum yfir pari.
Konurnar hafa leikið einn hring og þar er Herborg Arnarsdóttir úr GR fyrst á 79 höggum, 7 yfir pari, og Þórdís Geirsdóttir, GK, er tveimur höggum á eftir henni.
Konurnar hafa leikið einn hring og þar er Herborg Arnarsdóttir úr GR fyrst á 79 höggum, 7 yfir pari, og Þórdís Geirsdóttir, GK, er tveimur höggum á eftir henni.