Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar lék á 67 höggum í Borgarnesi
Þriðjudagur 7. ágúst 2012 kl. 11:57

Örn Ævar lék á 67 höggum í Borgarnesi

 

Um 200 kylfingar tóku þátt í Opna Borgarness mótinu í golfi sem fram fór í gær á Hamarsvelli. Um stórglæsilegt golfmót var að ræða og heildarverðmæti vinninga að andvirði 700 þúsund krónur.

Örn Ævar Hjartarson úr GS lék best allra í höggleik en hann lék á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Magnús Lárusson úr GKJ og heimamaðurinn Bjarki Pétursson urðu jafnir í öðru sæti á 71 höggi eða á pari. Í punktakeppninni var það Eiríkur Ólafsson sem sigraði á 44 punktum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024