Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar Íslandsmeistari í holukeppni
Föstudagur 4. ágúst 2006 kl. 17:35

Örn Ævar Íslandsmeistari í holukeppni

Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja tryggði sér fyrr í dag Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni  á Grafarholtsvelli. Hann vann 17. holuna og átti þá eina holu á Ólaf Má Sigurðsson. Ólafur varð því að vinna 18. holuna til að jafna leikinn.

Þeir púttuðu báðir fyrir fugli. Ólafur var aðeins lengra frá, um 6 metra og rétt missti fulginn, krækti fyrir holuna. Örn Ævar átti fimm metra pútt fyrir fugli og tryggði bara parið því hann vissi að það myndi duga og setti boltann alveg upp að holu og Ólafur gaf þá holuna og Örn Ævar fagnaði sigri 2/0.
Magnús Lárusson vann Alta Elíasson 5/4 í keppninni um bronsverðlaunin.


Mynd/Kyflingur.is: Örn Ævar er Íslandsmeistari í holukeppni 2006.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024