Örn Ævar í öðru sæti eftir tvo keppnisdaga
Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr GS, er í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu í Holukeppni eftir annan keppnisdag. Keppnin fer fram á Garðavelli á Akranesi.
Örn Ævar lék á pari í dag en þremur höggum undir pari í gær. Hann er fimm höggum á eftir Birgi Leifi Hafsteinssyni sem vermir toppsætið.
Örn Ævar hefur spilað gott golf og er í fínum málum í öðru sætinu eftir frammistöðuna það sem af er móti.
Aðrir kylfingar frá GS hafa einnig staðið sig ágætlega. Rúnar Óli Einarsson var ofarlega í gær á 71 höggi, en lék á 78 í dag. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson lék á 77 höggum í dag, en var á 81 í gær og er í 56. sæti. Þá náði Davíð Jónsson ekki að spila nema 9 holur í dag áður en keppni var frestað.
Keppni var frestað um fjögurleytið vegna úrhellisrigningar, en kylfingar sem ekki höfðu lokið öðrum hring munu halda áfram kl. 6 í fyrramálið. Keppni lýkur með þriðja hring strax í framhaldinu.
VF-mynd úr safni