Örn Ævar í góðri stöðu á St. Andrews
Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja er í sterkri stöðu eftir tveggja daga keppni á Opna breska áhugamannamótinu sem fer fram á St. Andrews vellinum í Skotlandi.
Örn Ævar lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir með því að leika á pari í dag. Hann er því í 15.-23. sæti af 288 keppendum, sex höggum á eftir efsta manni, en alls komast 64 keppendur áfram í holukeppnina á morgun.
Örn Ævar lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir með því að leika á pari í dag. Hann er því í 15.-23. sæti af 288 keppendum, sex höggum á eftir efsta manni, en alls komast 64 keppendur áfram í holukeppnina á morgun.