Örn Ævar í 4. sæti á fyrsta Kaupþingsmótinu
Fyrsta Kaupþingsmótið í golfi fór fram á Hellu um helgina þar sem Ólafur Björn Loftsson frá NK hafði sigur í karlaflokki á fimm höggum undir pari. Örn Ævar Hjartarson kylfingur frá Golfklúbbi Suðurnesja hafnaði í 4. sæti á einu höggi undir pari.
Þá varð Heiða Guðnadóttir úr GS í 9. sæti í kvennaflokki á 15 höggum yfir pari en Ingunn Gunnarsdóttir úr GKG hafði sigur á mótinu á 10 höggum yfir pari.
Smellið hér til að sjá nánari úrslit í karlaflokki og hér til að sjá nánari úrslit í kvennaflokki.
Mynd: Kylfingur.is/ Örn Ævar Hjartarson á teig á Hellu um helgina.