Örn Ævar í 16 manna úrslit
Kylfingurinn Örn Ævar Hjartarson, GS, er kominn í 16 manna úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni sem nú fer fram á
Í morgun átti Örn að mæta Guðna Sigurðssyni, GO, í fyrstu umferð en Guðni sá sér ekki fært um að mæta í mótið og því komst Örn sjálfkrafa áfram í 32 manna úrslitin. Þar mætti hann Nökkva Gunnarssyni og hafði þar sigur með einni holu. Örn mun því mæta Sigurði Péturssyni úr GR kl. 09:04 í fyrramálið þegar 16 manna úrslitin hefjast.
VF-mynd/ Jón Björn Ólafsson- [email protected] – Örn á