Örn Ævar á mót í Þýskalandi
Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja verður í hópi sex Íslendinga sem keppa á Opna þýska áhugamannamótinu sem fram fer í Krefeld 23. til 25. apríl nk.
Með Erni Ævari keppa þau Magnús Lárusson, Gunnar Þór Gunnarsson, Birgir Már Vigfússon, Helga Rut Svanbergsdóttir og Helena Árnadóttir. Mótið fer fram á Elfrather Mühle golfvellinum.
Heiðar Davíð Bragason sem sigraði á spænska áhugamannamótinu og keppir þessa sömu helgi á Opna spænska atvinnumannamótinu á Kanaríueyjum var meðal þátttakenda í Þýskalandi í fyrra og endaði í 7.-10. sæti.