Örn á enn möguleika: Heiða berst um verðlaunasæti
Úrhellisrigningu hefur gert annað veifið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði þar sem lokadagurinn á Íslandsmótinu í höggleik í golfi fer nú fram. Björgvin Sigurbergsson hefur enn forystu í mótinu í karlaflokki á pari og Nína Björk Geirsdóttir er við það að tryggja sér titilinn með fimm högga forystu á næsta kylfing.
Heiða Guðnadóttir, GS, er nú í 3.-4. sæti í kvennaflokki á 24 höggum yfir pari og á möguleika að ná þriðja sætinu en Örn Ævar Hjartarson, GS, er í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari.
Nánar er greint frá mótinu í máli og myndum á www.kylfingur.is