Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:22

ÖRLYGUR Á NÆRBUXUNUM Í RÚSSLANDI

Njarðvíkingurinn ungi, Örlygur Sturluson, var valinn í A-landsliðshóp Friðriks Inga Rúnarssonar í fyrsta sinn í síðustu viku og fór með landsliðinu til Rússlands. Upphaflega var Örlygi ætlað að vera 11 maður en vegna veikinda Ólafs Ormssonar, KR-ings, komst Ölli í tíu manna hópinn og lék sínar fyrstu mínútur sem A-landsliðsmaður í Kiev á þriðjudagskvöld.Ölli „klikkaði“ á nokkrum grundvallaratriðum á fyrstu æfingunni í Kiev og var látinn hlaupa á nærbuxunum um höllina. Sex nýliðar eru í landsliðshópnum að þessu sinni og misstu jafnmargir reyndir landsliðsmenn sæti sín þar á meðal Njarðvíkingarnir Friðrik Ragnarsson og Páll Kristinsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024