Örlygsættin með 12 bikartitla
Örlyg Þorvaldsson þekkja nú líkast til ekki allir þó nafnið komi kunnuglega fyrir sjónir og það ekki að ástæðulausu. Margir Suðurnesjamenn og lesendur Víkurfrétta þekkja afkomendur hans. Hér er um að ræða föður þeirra Sturlu, Teits og Gunnars sem allir hafa verið eða voru iðnir við körfuboltann hér um árið. Í samantekt hjá vefsíðunni Karfan.is kemur í ljós að afkomendur Örlygs hafa leikið bikarúrslitaleiki í Laugardalshöllinni 19 sinnum og skilað í hús 13 titlum sem einstaklingar.
Nú síðasta sunnudag skilaði Teitur titli inn fyrir nýtt félag sem hann þjálfar, Stjörnuna úr Garðabæ en í leiknum voru KR-ingar lagðir á sannfærandi hátt. „Þetta er sennilega stærsti titill sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Teitur eftir úrslitin.
Frænka hans, Kara Sturludóttir var fyrr um daginn í liði KR sem lagði Keflavík í úrslitunum hjá kvenfólkinu.
Annars hafa þeir bræður leikið eins og fyrr segir 16 sinnum til úrslita og alltaf með Njarðvík en Kara einu sinni með Keflavík og einu sinni með KR.
Samantektin er sem hér segir
Teitur Örlygsson 11 sinnum í Höllina, 8 titlar
Sturla Örlygsson 4 sinnum í Höllina (87,88,89,92) 2 titlar
Gunnar Örlygsson 1 sinni í Höllina (92) 1 titill
Kara Sturludóttir 2 sinnum í Höllina 1 titill
Á þessum lista er einungis tekið á meistaraflokki en fleiri afkomendur Örlygs spila nú sem stendur í yngri flokkum og því ekki von á öðru en að þessar tölur eigi einungis eftir að hækka í framtíðinni.
Kara á fullu í leiknum við Keflavík.
Teitur að landa stórum laxi. Teitur bróðir hans fylgist með en þeir bræður allir eru líka lunknir veiðimenn.