Örlög Keflavíkur geta ráðist í kvöld!
Það ræðst í kvöld hvort Keflavík á möguleika á að leika við Njarðvík í úrslitaviðureign um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þá mætast Keflavík og Tindastóll í Keflavík kl. 20:00Tindastóll er 2:1 yfir og með sigri í kvöld mun Tindastóll leika gegn Njarðvík í úrslitum. Keflavík á hins vegar möguleika á að jafna og ná fram hreinum úrslitaleik á Sauðárkróki á þriðjudag.
Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending kl. 19:40 með upphitun.
Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending kl. 19:40 með upphitun.