Opið púttmót í minningu Margeirs Jónssonar
Þriðjudaginn 23. nóv. heldur Púttklúbbur Suðurnesja minningarmót um Margeir Jónsson.
Fyrirhugað er að þetta mót verði árlega á þessum degi, sem er fæðingadagur Margeirs, en hann lést 18. júlí sl .Vilja aðstandendur púttklúbbsins með þessu heiðra minningu hans. Mótið er öllum opið og keppt í karla og kvennaflokki og myndarlegir farandbikarar fyrir efstu sætin. Mótið verður í Röst Hrannargötu 7 og hefst kl. 13.