Opið Íþróttamót Mána
Fyrsta alvöru úti mót ársins á vegum Hestamannafélagsins Mána í Reykjanesbæ verður haldið dagana 27.-29. apríl á Mánagrund í Keflavík. Keppt verður í öllum flokkum og greinum ef næg þátttaka fæst.
Keppnisflokkarnir eru eftirfarandi:
Teymingaflokkur polla
Pollar -- tvígangur og tölt
Barnaflokkur -- fjórgangur og tölt
Unglingaflokkur -- fjórgangur og tölt
Ungmennaflokkur -- fjórgangur, fimmgangur og tölt
Opinn flokkur -- fjórgangur, fimmgangur og tölt
Meistaraflokkur -- fjórgangur, fimmgangur og tölt
Fólk er hvatt til að fjölmenna að Mánagrund um helgina og fylgjast með knöpunum leiða saman hesta sína.