Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Önnur hönd Njarðvíkinga á bikarnum
Laugardagur 7. apríl 2012 kl. 18:40

Önnur hönd Njarðvíkinga á bikarnum



Njarðvíkingar eru komnir með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna eftir öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna sem fór fram fyrr í dag. Lokatölur urðu 56-74 en leikurinn var jafn alveg fram í síðasta leikhluta en þá sigu Njarðvíkingar framúr.

Shanae Baker-Brice var atkvæðamest Njarðvíkinga í dag hvað stigaskorun varðar með 27 stig, en Lele Hardy var með tröllatvennu, 20 stig og 20 fráköst. Petrúnella Skúladóttir var með 10 stig og Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir setti 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024