Ómar: Töpuðum ekki á móti Njarðvík, heldur svæðisvörn
Ómar Sævarsson telur að ófarir Grindvíkinga í kvöld hafi komið til vegna þess að þeir hafi ekki brugðist rétt við svæðisvörn Njarðvíkinga. Grindvíkingar töpuðu fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla á heimavelli sínum í Röstinni í kvöld 73-81.
Ómar átt mjög góðan leik hjá heimamönnum en hann skoraði 14 stig og tók 14 fráköst, auk þess sem hann varði 4 skot. „Vanalega eftir 25 mínútur og við erum komnir með þessa stöðu, þá erum við með unninn leik. Ég hélt að þetta væri bara komið,“ segir Ómar en Grindvíkingar leiddu með 13 stigum í þriðja leikhluta. „Við töpuðum ekki á móti Njarðvík, við töpuðum á móti svæðisvörn,“ sagði Ómar en viðtalið í heild sinni má sjá hér á Karfan.is.