Ómar og Fanney best hjá Keflvíkingum
Lokahóf Keflvíkinga fór fram í gær og voru þar verðlaunaðir þeir leikmenn í meistaraflokki karla og kvenna og 2. flokki fyrir góðan árangur. Hjá meistaraflokki var markvörðurinn Ómar Jóhannsson kjörinn leikmaður ársins enda búinn að vera frábær í sumar.
Efnilegastur var svo miðjumaðurinn ungi Arnór Ingvi Traustason. Jóhann B. Guðmundsson var markahæstur Keflvíkinga í sumar með 6 mörk og tveir leikmenn voru kjörnir bestir hjá 2. flokk. Það voru þeir Magnús Þór Magnússon og Bojan Stefán Ljubicic sem hlutu þann heiður og efnilegastur í 2. flokk var Daníel Gylfason.
Hjá stúlkunum var markvörðurinn Fanney Þórunn Kristinsdóttir valin best og Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir var talin efnilegust.
2 flokkur kvenna:
Besti félaginn: Heiða Helgudóttir.
Efnilegasti leikmaðurinn: Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir.
Besti leikmaðurinn: Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir
Mfl kvenna:
Silfurskórinn Agnes Helgadóttir 9 mörk í 10 leikjum
Gullskórinn Nína Ósk Kristinsdóttir 11 mörk í 7 leikjum
Besti félaginn: Karitas S. Ingimarsdóttir.
Efnilegasti leikmaðurinn: Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir.
Besti leikmaðurinn: Fanney Þórunn Kristinsdóttir.