Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ómar og Bjarni til Keflavíkur
Laugardagur 19. febrúar 2005 kl. 14:50

Ómar og Bjarni til Keflavíkur

Ómar Jóhannsson, knattspyrnumarkvörður, hefur gengið ti liðs við Keflavík að nýju. Þessi öflugi markvörður stóð milli stanganna hjá Keflavík fram á síðasta ár þegar hann hélt út til Svíþjóðar og lék þar með Bunkeflo.

Auk þess hefur Bjarni Sæmundsson, fyriliði Njarðvíkurliðsins, skipt yfir til Keflavíkur á lánssamningi, en Njarðvíkingar féllu í 2. deild í sumar. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu..

Keflvíkingar hafa því fengið tvo sterka menn til liðs við sig, en betur má ef duga skal því að nær allir lykilmenn félagsins, sem vann bikartitilinn á síðasta ári, hafa haldið á braut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024