Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ómar ekki með Keflvíkingum í sumar
Þriðjudagur 18. febrúar 2014 kl. 18:50

Ómar ekki með Keflvíkingum í sumar

Fer í stóra aðgerð á öxl

Markvörðurinn Ómar Jóhannsson mun ekki leika með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í fótbolta í sumar. Ómar hefur verið að glíma við þrálát axlarmeiðsli sem héldu honum frá keppni síðastliðið sumar og ljóst er að þau munu koma í veg fyrir þátttöku hans í sumar. Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá þessu í dag.

„Það eru einhverjar skemmdir í beini sem þýða að þarf að fara í aðgerð einu sinni enn og þá stærri aðgerð en ég hef farið í áður,“ sagði Ómar í samtali við vefsíðuna í dag. „Sérfræðingar hafa sagt mér að ég megi láta reyna á þetta en þegar maður hefur farið oft úr axlarlið þá er takmarkað hvað maður getur staðið lengi í því.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ómar er 32 ára gamall en hann hefur verið markvörður Keflvíkinga undanfarin ár. Þrátt fyrir þetta bakslag segist hann hvergi nærri hættur.

„Þetta er engin dramatík. Ég er ekki hættur í fótbolta en ég hef fengið leyfi hjá Keflavík til að stíga frá liðinu í bili og skoða önnur verkefni,“ sagði Ómar sem ætlar sér að koma að fótboltanum í sumar. Hann er að þjálfa yngri flokka hjá félaginu og segist geta hugsað sér að koma að markmannsþjálfun hjá meistaraflokknum.