Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólýsanleg tilfinning
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 28. febrúar 2020 kl. 17:10

Ólýsanleg tilfinning

segir Samúel Kári Friðjónsson sem lék sinn fyrsta leik með þýska úrvalsdeildarliðinu Paderborn gegn stórliði Bayern Munich

„Það var ólýsanleg tilfinning að leika í fyrsta sinn í Bundesligunni í Þýskalandi í svona stórum leik og á svona leikvangi. Draumur orðinn að veruleika og loksins náði ég markmiðinu síðan ég var fimm ára – að spila í einni af fimm stærstu deildum í heimi. Nú er bara að setja sér ný markmið og keyra á þau,“ segir Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu, sem lék sinn fyrsta leik með þýska úrvalsdeildarliðinu Paderborn gegn stórliði Bayern Munich um síðustu helgi. Leikurinn endaði 3:2 fyrir Bayern og skoraði hinn heimsþekkti leikmaður Lewandowski sigurmarkið.

Samúel, sem gekk til liðs við Paderborn fyrir nokkrum vikum síðan, kom inn á í leiknum. Hann segir aðstæður allar hjá liðinu í hæstu gæðum og allt til alls. Honum hafi gengið vel á æfingum með liðinu sem berst nú við að halda sér í deild hinna bestu eftir að hafa komið upp úr B-deildinni eftir síðasta tímabil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samúel segist vera búinn að koma sér vel fyrir í góðri íbúð í þýska bænum. „Félagið útvegar mér þýskukennara og ég hef verið að læra þýsku síðustu tvær vikur. Það er gott og nauðsynlegt að læra tungumálið þó það taki auðvitað tíma. Þetta eru mjög spennandi tímar hér í Þýskalandi,“ sagði Keflvíkingurinn.