Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólympíufarar hittust í Garðabæ
Þriðjudagur 15. júlí 2008 kl. 13:33

Ólympíufarar hittust í Garðabæ


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þau Erla Dögg Haraldsdóttir  og Árni Már Árnason, Ólympíufarar, frá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, mættu í hóf sl. helgi með  öðrum Ólympíuförum Sundsambands Íslands.

Fylgdarlið, fjölskyldur og velunnarar sundmannanna hittust í hófi á heimili Ragnheiðar Ragnarsdóttur í Garðabæ. Margt var um manninn og héldu, forseti ÍSÍ og formaður SSÍ, ræður við tilefnið. Þeir sögðu báðir samkoman væru sérstaklega heppilega til að hrista fólk saman áður en lagt er í langferð sem þessa.

Hugmyndin af þessu hófi átti rætur sínar að rekja til síðustu Ólympíuleika en þar hittust sumir í fyrsta skipti á síðasta degi leikanna.
Mikill fjöldi aðstandenda fer til Peking, nokkrir  þeirra hittust í Garðabænum.


Það er heljarinnar ævintýri sem bíður Árna og Evu Daggar og allra hinna sem eru á leið til Peking á eina stærstu íþróttahátíð heims.
VOX veitingahús, Ávaxtabíllinn, Hagkaup í Garðabæ, Ölgerðin og Reykjagarður/Holta sáu um veitingar og studdu þannig rausnarlega við bakið á keppendum og fylgdarliði á Ólympíuleikana í Peking í ár.


Mynd: Ólympíufarar Sundsambandsins (SSÍ), þau Ragnheiður Ragnarsdóttir (KR), Erla Dögg Haraldsdóttir (ÍRB), Sigrún Brá Sverrisdóttir (Fjölni), Árni Már Árnason (ÍRB), Sarah Blake Bateman (Ægi), Jakob Jóhann Sveinsson (Ægi) og Hjörtur Már Reynisson (KR). Í hópinn vantar Örn Arnarson.