Ólöf Rún og Dagur Kár best hjá Grindavík
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram síðasta vetrardag og var það haldið í Gjánni. Ólöf Rún Óladóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Dagur Kár Jónsson var valinn besti leikmaður karla. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir var valin efnilegust hjá meistaraflokki kvenna og Ingvi Þór Guðmundsson var efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla.
Veislustjóri kvöldsins var Aron Óskarsson og Jón Sigurðsson söng sig inn í hug og hjörtu gesta og boðið var upp á veitingar frá Höllu.
Myndir: UMFG