Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólöf og Íris Ósk keppa á Evrópumóti í Póllandi
Miðvikudagur 10. júlí 2013 kl. 08:49

Ólöf og Íris Ósk keppa á Evrópumóti í Póllandi

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir úr sundfélagi ÍRB eru staddar í Póllandi ásamt félaga sínum Kristni Þórarinssyni úr Fjölni til þess að taka þátt í Evrópumeistaramóti unglinga (EMU). Erfiðleikastig mótsins í ár er hátt. Til dæmis er besti tíminn í 200 bak sem skráður inn á mótið tími rússneskrar stelpu fædd 1998 með tíma sem er 2 sek betri (2:08) en Íslandsmetið í opnum flokki.

Íris Ósk stefnir á að bæta tíma sinn og komast í undanúrslit. Það er sömuleiðis rússnesk stúlka sem á besta tímann í grein Ólafar Eddu sem einnig stefnir á sæti í undanúrslitum. Sú sem á besta tíman er fædd 1998 og er skráð inn á 4:50 sem er um 4 sek betri tími en opna Íslandsmetið. Það er áhugavert að sjá að margir af hröðustu sundmönnunum á mótinu voru líka þeir bestu á EYOF (Ólympíudögum Evrópuæskunnar) fyrir tveimur árum þegar Ólöf Edda keppti þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má finna upplýsingar um keppendur og úrslit.