Ólöf Helga tekur við Íslandsmeisturum Hauka
Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir mun stýra Íslandsmeisturum Hauka í Domino´s-deild kvenna á næsta tímabili. Ólöf Helga lék með Grindavík og Njarðvík í efstu deild en hún hefur þjálfað yngri flokka Grindavíkur með góðum árangri.
Ólöf Helga segir í samtali við Víkurfréttir að hún sé spennt fyrir vetrinum og komandi áskorunum og að hún hlakki til að fá að vinna með flottu félagi eins og Haukum.