Ólöf Edda og Jóhanna Júlía keppa fyrir Íslands hönd
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir munu keppa fyrir Íslands hönd 29. apríl til 1. maí á móti í Lúxemborg. Þetta mót er lykilmót í undirbúningi þeirra fyrir tvö mikilvæg mót, European Youth Olympic Festival sem Ólöf mun keppa á og Jóhanna á Europian Youth Championships.
Báðar þessar sundkonur hafa sýnt talsverðar framfarir á þessu ári og eru þeir tveir sundmenn sem hafa bestu mætinguna á æfingar í öllu sundfélaginu. Þær hafa unnið hart að því að ná sæti í landsliði Íslands og við óskum þeim velfarnaðar.
www.keflavik.is