Ólöf Edda með telpnamet í Færeyjum

ÍRB átti þrjá fulltrúa í sundlandsliði Íslands sem atti kappi við Færeyinga um helgina.  Þær Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir stóðu sig allar með prýði og lögðu sitt af mörkum í glæsilegum sigri íslenska liðsins á því færeyska.
Stúlkurnar náðu að bæta sína fyrri tíma og bætti Ólöf Edda telpnametið í 200 metra bringusundi um rúmar tvær sekúndur en fyrra met var í eigu Erlu Daggar Haraldsdóttur. 





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				