Ólöf áfram hjá Njarðvík
Ólöf Helga Pálsdóttir, sem leikið hefur lykilhlutverk hjá kvennaliði Njarðvíkur undanfarin tvö ár, hefur samið við Njarðvík til þriggja ára. Umfn.is greinir frá þessu.
Þá gerðu tvær stúlkur, sem stigu sín fyrstu skref með meistaraflokk á sl. vetri, einnig 3 ára samning. Það eru þær Erna Hákonardóttir og Ásdís Vala Freysdóttir.
Einnig sömdu þrjá 16 ára stúlkur við UMFN. Þetta eru þær Aníta Carter, Karolina Chudzik og Eygól Alexandersdóttir, sem eru allar uppaldar hjá félaginu.