Öll Suðurnesjaliðin unnu í Hópbílabikarnum
Suðurnesjaliðin Grindavík Keflavík og Njarðvík unnu öll sigra í viðureignum sínum í kvöld. Þetta voru fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Hópbílabikars karla í körfuknattleik.
Grindvíkingar unnu loks eftir þrjá tapleiki í röð, en mótherjinn var lið Skallagríms. Lokatölur voru 78-90, en Grindvíkingar náðu snemma forystunni og héldu henni allt til enda.
Darrel Lewis virðist aftur vera að finna sig og setti alls 32 stig og tók 11 fráköst. Þá áttu Páll Axel Vilbergsson (25/10) og Justin Miller (20/10) einnig góða leiki.
Keflavík vann afar sannfærandi útisigur á ÍR, 63-109. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta og var staðan að honum loknum 15-16. Þá hrukku Keflvíkingar loks í gang að nýju og hreinlega gerðu út um leikinn áður en flautað var til hálfleiks, staðan 26-54.
Það sem eftir lifði leiknum jókst forystan smátt og smátt og var 46 stig í lokin.
Gunnar Einarsson átti stórleik og skoraði 25 stig. Hann hitti m.a. úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Anthony Glover skoraði 26 stig og tók 11 fráköst.
Njarðvíkingar sigldu nokkuð lygnan sjó í leik sínum gegn Haukum. Eftir að hafa náð 12 stiga forskoti í fyrsta leikhluta jókst munurinn allt til enda og voru lokatölur 59-81.
Njarðvíkingar voru ekki að hitta mjög vel utan af velli, en stóðu sig vel í fráköstum.
Matt Sayman átti mjög góðan leik sem fyrr og setti 18 stig og gaf 7 stoðsendingar og Páll Kristinsson skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.
Seinni leikir Grindvíkinga og Njarðvíkinga verða á fimmtudaginn og Keflvíkingar leika á laugardag.
Tölfræði leikjanna
Grindvíkingar unnu loks eftir þrjá tapleiki í röð, en mótherjinn var lið Skallagríms. Lokatölur voru 78-90, en Grindvíkingar náðu snemma forystunni og héldu henni allt til enda.
Darrel Lewis virðist aftur vera að finna sig og setti alls 32 stig og tók 11 fráköst. Þá áttu Páll Axel Vilbergsson (25/10) og Justin Miller (20/10) einnig góða leiki.
Keflavík vann afar sannfærandi útisigur á ÍR, 63-109. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta og var staðan að honum loknum 15-16. Þá hrukku Keflvíkingar loks í gang að nýju og hreinlega gerðu út um leikinn áður en flautað var til hálfleiks, staðan 26-54.
Það sem eftir lifði leiknum jókst forystan smátt og smátt og var 46 stig í lokin.
Gunnar Einarsson átti stórleik og skoraði 25 stig. Hann hitti m.a. úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Anthony Glover skoraði 26 stig og tók 11 fráköst.
Njarðvíkingar sigldu nokkuð lygnan sjó í leik sínum gegn Haukum. Eftir að hafa náð 12 stiga forskoti í fyrsta leikhluta jókst munurinn allt til enda og voru lokatölur 59-81.
Njarðvíkingar voru ekki að hitta mjög vel utan af velli, en stóðu sig vel í fráköstum.
Matt Sayman átti mjög góðan leik sem fyrr og setti 18 stig og gaf 7 stoðsendingar og Páll Kristinsson skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.
Seinni leikir Grindvíkinga og Njarðvíkinga verða á fimmtudaginn og Keflvíkingar leika á laugardag.
Tölfræði leikjanna