Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öll Suðurnesjaliðin saman í riðli í Lengjubikarnum
Þriðjudagur 7. ágúst 2012 kl. 15:24

Öll Suðurnesjaliðin saman í riðli í Lengjubikarnum

Í dag var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna í körfubolta en dregið var í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Í kvennaflokki vekur strax athygli að Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Keflavík og Njarðvík eru öll saman í riðli, ásamt KR og Stjörnunni.

Hjá körlunum eru svo Keflvíkingar og Grindvíkingar saman í riðli en riðlana má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kvenna:


A
1. Haukar
2. Snæfell
3. Valur
4. Fjölnir
5. Hamar

B
1. Njarðvík
2. Keflavík

3. KR
4. Grindavík
5. Stjarnan

Karla:


A
1. Grindavík
2. Keflavík

3. Skallagrímur
4. Haukar

B
1. KR
2. Snæfell
3. KFÍ
4. Hamar

C
1. Stjarnan
2. Tindastóll
3. Fjölnir
4. Breiðablik

D
1. Þór Þ.
2. Njarðvík
3. ÍR
4. Valur

Í Lengjubikar karla eru 16 lið. Öll 12 liðin úr Domino´s deild karla og fjögur lið úr 1. deild karla. Liðin eru dregið í fjóra riðla, eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Leikin er tvöföld umferð. Efsta lið hvers riðils fer í undanúrslit eða Final Four.

Fyrsti leikdagur er sunnudagurinn 14. október en úrslitin eða Final Four verða föstudaginn og laugardaginn 23. og 24. nóvember.

Í Lengjubikar kvenna eru 10 lið. Öll átta liðin úr Domino´s deild kvenna og tvö lið úr fyrstu deild kvenna. Liðin eru eru dregin í tvo riðla en eitt lið er dregið úr hverjum styrkleikaflokki og leika öll liðin innbyrðis í einfaldri umferð. Efsta lið hvors riðils fer í úrslitaleikinn.